Zetafall

Slack

29. júní 2021

Hafandi leyst COVID-gátuna á einfaldan og skynsamlegan hátt hafa forritararnir í vinnunni safnast saman í Slack-rás til að útskýra einfaldar leiðir til að við getum öll unnið að heiman hamingjusöm. Það eina sem þarf nú er að stjórnendur hlusti á rödd skynseminnar.

Á meðan er ég við að púlla The Shining af tilhugsuninni um að vinna eina sekúndu í viðbót að heiman.

Ég ætti sennilega að líta á þessa Slack-rás eins og Twitter, Facebook eða aðra samskiptamiðla; hættulega geðheilsu minni.