Zetafall

Kassöndrur

30. júní 2021

Ég held að gömlu guðirnir hafi ekki bara verið til, heldur séu enn við góða heilsu og völd. Það er útskýring mín á hvítum karlmönnum sem vinna í tech.

Svona margar manneskjur sem hafa hundrað prósent rétt fyrir sér um allt sem þær segja, en geta ekki fyrir sitt litla líf sannfært annað fólk um það, er aðeins hægt að útskýra með fjölda-Kassöndrubölvunum.

Nú eða að nördar sem líta niður á hluti sem þeir telja ekki vísindi – eins og bókmenntir, félagsfræði og almenna kurteisi – séu upp til hópa leiðinlegt fólk að tala við.

Ómögulegt er að gera upp á milli þessa möguleika í dag. Sagan mun leiða rétta svarið í ljós.