gthm

#8 | Facebook

16/5/2024

Ég held ég hafi búið til reikning hjá Facebook árið 2007 eða 2008, eftir að ég flutti til Frakklands.

Í dag eyddi ég loksins þessum reikning. Bæði eru samfélagsmiðlar ekki góðir fyrir geðheilsu okkar, sér í lagi Facebook, og Facebook sjálft er illt fyrirtæki sem ber meðal annars ábyrgð á að liðka fyrir þjóðarmorði í Myanmar.

Ég mun ekki sakna þess.

#7 | Einfaldlega

15/5/2024

Ég myndi einfaldlega vera fullkomlega vanhæfur í starfi.

#6 | Einfaldlega

10/5/2024

Ég myndi einfaldlega horfa á konuna mína negla Chandelier eftir Siu í karaoke.

#5 | Einfaldlega

8/5/2024

Ég myndi einfaldlega lækka stýrivexti.

#4 | Klukkan fimm

8/5/2024

Vekjaraklukkan hjá konunni minni hringdi klukkan fimm áðan svo hún gæti haldið áfram að sofa.

Ég vaknaði hins vegar og er að baka baguette til að borða með rillettes-unum sem ég gerði í gærkvöldi.

#3 | Inception

7/5/2024

Dream work makes the team work.

#2 | Úlfatími

6/5/2024

Krakkarnir eru komnir heim úr skólanum en maturinn er ekki tilbúinn.

Biðjið fyrir mér.

#1 | Einfaldlega

6/5/2024

Ég myndi einfaldlega skrifa og hýsa minn eiginn blogg hugbúnað.