#Silo
4/1/2025
Ég las Silo þríleikinn yfir jólin. Vinur minn hafði mælt með seríunni á Apple TV, sem ég horfði á og langaði svo ekki að bíða eftir framhaldinu. Bækurnar eru akkúrat það sem mig langaði að lesa í jólafríinu: Viðstöðulaus vísindaskáldskapsfroða. Því meira sem ég hugsa um smáatriði í sögunni og heiminum í kringum hana því minna vit er í honum, svo ég reyni einfaldlega ekki að hugsa um það, enda er ég löngu búinn að fá það sem ég vildi úr þessum þríleik, sem var jú aftur smá froða í fríinu.